Árið 1997 greindist mamma mín með MS sjúkdóminn og hún hefur því glímt við veikindi sín allt frá því ég man eftir mér. Því hef ég ákveðið að hlaupa til styrkar MS félaginu.
Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka upphæð að eigin vali. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.