Ég ætla að hlaupa 10 km í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar Arnarskóla. Arnarskóli er grunnskóli fyrir börn með þroskafrávik og miklar sérþarfir og er verið að safna fyrir leiktækjum á skólalóðinni. Er svo ótrúlega stolt af þessum besta vinnustað og myndi mér þykja vænt um ef þið hefðuð tök á að styrkja þetta frábæra starf, margt smátt gerir eitt stórt <3
Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka upphæð að eigin vali. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.