Sonur minn heitir Steinar Máni og er í Arnarskóla og þess vegna hleyp ég fyrir Arnarskóla.
Í Arnarskóla er komið á móts við þarfir Steinars Mána en hann er greindur með heilalömun með lága vöðvaspennu og mikla þroskaskerðingu. Steinar Máni þarf aðstoð með allar daglegar athafnir og á mjög erfitt með tjáningu.
Í Arnarskóla fær Steinar Máni markvissa þjálfun í öllum þeim þáttum sem snúa að daglegu lífi með það að markmiði að ná grunnfærni í daglegum athöfnum og getu til þess að tjá sig.
Ég hef trú á því að Steinar Máni muni ná árangri í Arnarskóla.
Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka upphæð að eigin vali. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.