Við ætlum að hlaupa 10 kílómetra fyrir Parkinson samtökin. Við hlaupum fyrir ömmu okkar Rósu sem hljóp ætíð fyrir okkur ekki bara hlaup heldur hindranahlaup þar sem að hún barðist við sjúkdóminn til fjölda ára og lét ekkert stöðva sig.
Síðan viljum við hlaupa fyrir Láru Jónu, tengdamömmu og vinkonu.
Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka upphæð að eigin vali. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.