Ásta María Guðmundsdóttir #2017

Vegalengd 21 kmB

Litla frænkuhjartað mitt hún Ólavía er sex ára gömul. Hún Ólavía er lífsglöð 6 ára stelpa sem byrjar í skóla í haust. Fyrir ári síðan greindist hún með 4. gráðu illkynja stjarnfrumuæxli í heila sem var fjarlægt með skurðaðgerð tveimur dögum eftir greiningu. Ólavía tókst á við erfiða lyfja- og geislameðferð næstu mánuði á eftir og stóð sig eins og ofurhetja á meðan á því stóð. Nú er Ólavía í eftirliti hjá leæknum ogn langar mig að hlaupa í hennar nafni og styrkja Samtök krabbameinssjúkra barna í leiðinni. Samtökin styðja við krabbameinssjúk börn og aðstandendur og gæta hagsmuna þeirra á öllum sviðum. Samtökin eru alfarið rekin fyrir sjálfsafla- og gjafafé og finnst mér mikilvægt að geta lagt mitt af mörkum til að styðja við bakið á fjölskyldum þessara barna.

Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka upphæð að eigin vali. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.

Samtals safnað 0kr.
STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Skilaboð til keppanda
Fyrir 2 mánuðum síðan

T A K K !

Kæra Ásta María. Afrakstur úr áheitasöfnun í tengslum við Reykjavíkurmaraþon hefur undanfarin ár verið stór hluti tekna félagsins og hvert framlag skiptir máli. SKB þakkar af heilum hug fyrir stuðninginn við félagið og óskar þér góðs gengis í hlaupinu sem og öllum öðrum verkefnum.

25 ágú. 2020
Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna