Ljósið hefur reynst okkur í fjölskyldunni svo vel eftir að maðurinn minn greindist með krabbamein. Námskeiðin eru flott og 11 ára strákurinn okkar var alsæll með krakkanámskeiðið.
Endilega hjálpið mér að safna fyrir Ljósið og hvetja mig áfram í mínu fyrsta hlaupi!
Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka upphæð að eigin vali. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.