Hafþór Óskarsson #1696

Vegalengd 10km Hópur C

Ég hleyp fyrir Móu vinkonu mína og félagið Einstök börn. Hlaupahópurinn sem stækkar og stækkar tók upp nafnið Móuþon! Móuþon hlaupahópurinn er að hlaupa til styrktar Einstökum börnum og dregur nafn sitt frá hinni einstöku og lífsglöðu Móeiði Völu Oddsdóttur. Móeiður Vala, sem er 9 mánaða gömall sólargeisli, er með sjaldgæft heilkenni út frá stökkbreytingu á einum litningi. Einnig er hún með vöntun á tengibraut milli heilahvela. Heilkenninu fylgja margþætt vandamál og óvissa. Einstök börn þurfa fjölbreyttan stuðning frá ýmsum áttum í gegnum lífið og áskorarnar eru margar bæði fyrir einstaklingana og fjölskyldur þeirra. Mikil fjölgun hefur verið í félagið undanfarin misseri og þessvegna er mikilvægt að styðja við bakið á því. Félagið Einstök börn styður þessar litlu hetjur og fjölskyldur þeirra. Hver króna skiptir máli og við hvetjum ykkur öll sem eitt til að leggja þessu málefni lið.

Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka upphæð að eigin vali. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.

STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Nýir styrkir
Fyrir 29 dögum síðan

 • Þórdís Adda

  1.000kr.

 • Hildur Soffía

  5.000kr.

  Áheit með greiðslukorti
 • SMS áheit

  1.000kr.

  Áheit barst í gegnum SMS
 • Svandís Ó

  5.000kr.

  Áheit með greiðslukorti
 • SMS áheit

  5.000kr.

  Áheit barst í gegnum SMS
 • Nafnlaus

  5.000kr.

  Nafnlaust áheit barst
Fyrri 
Síða 1 af 2
Næsta 

Samtals áheit:8

Skilaboð til keppanda
Fyrir 1 mánuði síðan

Kæri hlaupari

Í ljósi stöðunnar sem upp er komin í samfélaginu þurfti að endur útfæra fyrirhugað hlaup í sóttvarnarstíl. Nýja útfærsla hlaupsins í ár er „Þitt eigið maraþon“ en það felur í sér að þú hleypur þína vegalengd á þeim stað sem þú kýst og safnar áheitum eins og áður. Þitt framlag er okkur gríðarlega mikilvægt og viljum við því þakka þér fyrir að leggja þitt fingrafar á okkar og leggja okkur lið í söfnuninni í ár. Þín leið – okkar styrkur

10 ágú. 2020
Einstök börn