Halldóra Fanney Jónsdóttir #1557

Vegalengd 10km Hópur B

Sonur minn, fæddur í janúar 2019 var fljótlega eftir fæðingu greindur með sjaldgæfan sjúkdóm sem kallast CAH. Sjúkdómurinn á ekki að hafa nein áhrif á líf hans, svo lengi sem hann fær sín lyf og fer í reglulegar skoðanir. Við hjónin ákváðum í upphafi að gera sem minnst úr sjúkdómnum og láta hann ekki hafa mikil áhrif á líf okkar. Það gekk vel þar til við lentum í því áfalli að hann vaknaði ekki úr nætursvefni í febrúar síðastliðnum. Blóðsykurinn hafði fallið töluvert og hann var ekki með meðvitund. Við fórum með hann í sjúkrabíl á spítalann og hann rankaði við sér um 5 mín eftir komuna þangað, léttirinn var gríðarlegur. Þetta áfall ruggaði öryggisbátnum okkar mikið og i kjölfarið leituðum við okkur aukinnar aðstoðar. Einstök börn tóku okkur þá opnum örmum og viljum við því gefa þeim til baka og þakka stuðninginn. Það er krefjandi að eiga langveikt barn og mér þætti því vænt um að þið mynduð heita á mig, og styrkja í leiðinni einstök börn og fjölskyldur þeirra.

Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka upphæð að eigin vali. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.

STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Nýir styrkir
Fyrir 28 dögum síðan

 • Nafnlaus

  1.000kr.

  Nafnlaust áheit barst
 • Ragna frænka

  5.000kr.

  Húrra Halldóra
 • Álfrún og Árni

  10.000kr.

  Þú ert svo sannarlega einstök! Áfram þú og Tryggvi Steinn.
 • Grímshagagengið

  2.000kr.

 • SMS áheit

  2.000kr.

  Áheit barst í gegnum SMS
 • Helgi og Regína

  10.000kr.

  Áheit með greiðslukorti
Fyrri 
Síða 1 af 12
Næsta 

Samtals áheit:70

Skilaboð til keppanda
Fyrir 1 mánuði síðan

Kæri hlaupari

Í ljósi stöðunnar sem upp er komin í samfélaginu þurfti að endur útfæra fyrirhugað hlaup í sóttvarnarstíl. Nýja útfærsla hlaupsins í ár er „Þitt eigið maraþon“ en það felur í sér að þú hleypur þína vegalengd á þeim stað sem þú kýst og safnar áheitum eins og áður. Þitt framlag er okkur gríðarlega mikilvægt og viljum við því þakka þér fyrir að leggja þitt fingrafar á okkar og leggja okkur lið í söfnuninni í ár. Þín leið – okkar styrkur

10 ágú. 2020
Einstök börn

Hetjur

Rúllar þessu uppa Dóran mín <3

23 júl. 2020
Ásta Pálmey