Kevin Freyr Leósson #1529

Vegalengd 10km Hópur A

Á myndinni með mér er krabbameinslæknirinn minn Ásgerður sem útskrifaði mig úr krabbameinsdeild Landspítalans 8. mars 2017, eftir rúmlega 6 ára eftirlit. Sumarið 2009 fannst mér eitt eistað vera töluvert stærra en hitt ásamt því að vera stinnara. Ég taldi þetta vera einhver smá bólga, jafnvel eftir að ég fékk nýlega bolta í punginn. Ákvað að sleppa því að fara til læknis og bíða þar til bólgan fór. Október 2009 var það ennþá eins og fór ég til heimilislæknis sem sagði mér síðan að fara í segulómun. Eftir heilan dag á spítalanum eftir stanslausar rannsóknir, sneiðmyndir var ég greindur með eistnakrabbamein og beint í skurðaðgerð. Eftir skurðaðgerðina kom í ljós að æxlið var illkynja og sem betur fer ekki búið að breiðast út fyrir eistað og þá eitlana sem getur verið virkilega erfitt að losna við. Þetta leið mjög hratt, og var ég andlega hlutlaus þar sem ég áttaði mig ekki alveg á þessu. En guð hvað ég er feginn að hafa látið kíkja á þetta og allt gekk vel.

Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka upphæð að eigin vali. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.

STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Nýir styrkir
Fyrir 2 mánuðum síðan

 • SMS áheit

  2.000kr.

  Áheit barst í gegnum SMS
 • SMS áheit

  2.000kr.

  Áheit barst í gegnum SMS
 • Hlynur

  5.000kr.

  Áheit með greiðslukorti
 • SMS áheit

  2.000kr.

  Áheit barst í gegnum SMS
 • Ingólfur Þ

  5.000kr.

  Gangi þér vel!
 • L19 fjölskyldan

  5.000kr.

  Alltaf flottur, við erum stolt af þér :)
Fyrri 
Síða 1 af 3
Næsta 

Samtals áheit:16

Skilaboð til keppanda
Fyrir 3 mánuðum síðan

Takk fyrir að hjálpa okkur að hjálpa öðrum

Sæll Kevin, Við hjá Krafti viljum þakka þér fyrir að hlaupa fyrir okkur í Reykjavíkurmaraþoninu 2020. Okkur langar að benda þér á hlaupahópinn okkar Hlauptu af Krafti 2020 en þar munum við setja inn allar helstu upplýsingar sem tengjast hlaupinu. Þeir sem hlaupa fyrir okkur fá fallega hlaupaboli merkta Krafti, ásamt smá glaðningi frá félaginu og hægt verður að nálgast þá í Laugardalshöllinni á Skráningarhátíðinni 20. og 21. ágúst. Hlökkum til að sjá þig Kraftsliðið

01 júl. 2020
Kraftur, stuðningsfélag