Bjarni Kristinsson #1454

Vegalengd 42km

Í ár ætlar Minningarsjóður Jennýjar Lilju að safna áheitum í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka sem fer fram 22.ágúst nk. Áheitin renna í nýstofnaðan sjóð sem Slysavarnarfélagið Landsbjörg sér um að annast. Tilgangur sjóðsins er að meðlimir björgunarsveita á öllu landinu, geti sótt sér aðstoð fagfólks eða sálgæslu eftir erfið útköll eða upplifanir í útköllum. Meðlimir björgunarsveita Landsbjargar um allt land koma oft fyrstir á vettvang slysa eða hamfara, og sinna þar fyrstu hjálp. Aðkoma á vettvangi getur verið erfið og úrvinnsla eftir þá upplifun er nauðsynleg. Mikilvægt er að meðlimir geti leitað í sjóð sem sér um allan kostnað, svo áhyggjur af kostnaði komi ekki í veg fyrir að meðlimir leiti sér aðstoðar. Dæmi eru um að meðlimir björgunarsveita sem hafa komið á slysstað hafi ekki geta sinnt björgunarstörfum eftir erfiðar upplifanir.

Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka upphæð að eigin vali. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.

Safnar styrkjum fyrir Minningarsjóður Jennýjar Lilju
Markmiði náð42.195kr.
107%
Samtals safnað 45.000kr.
STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Nýir styrkir
Fyrir 4 mánuðum síðan

 • SMS áheit

  5.000kr.

  Áheit barst í gegnum SMS
 • SMS áheit

  5.000kr.

  Áheit barst í gegnum SMS
 • Krakkarnir

  7.000kr.

  Áfram pabbi!!
 • SMS áheit

  2.000kr.

  Áheit barst í gegnum SMS
 • Linda og fjölla

  5.000kr.

  Run Bjarni run
 • SMS áheit

  2.000kr.

  Áheit barst í gegnum SMS
Fyrri 
Síða 1 af 3
Næsta 

Samtals áheit:15

Skilaboð til keppanda