Ég hleyp fyrir Jennýju Lilju, lítil vinkona sem kvaddi okkur alltof snemma og sér nú til þess að meðal annars ég, hleyp um allar trissur:) Hvert ár safnar Minningarsjóður Jennýjar Lilju áheitum til ýmissa góðverka og í ár ætlar sjóðurinn að safna áheitum sem renna í nýstofnaðan sjóð sem Slysavarnarfélagið Landsbjörg sér um að annast. Tilgangur sjóðsins er að meðlimir björgunarsveita á öllu landinu, geti sótt sér aðstoð fagfólks eða sálgæslu eftir erfið útköll eða upplifanir í útköllum.
Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka upphæð að eigin vali. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.