Ég hleyp fyrir Ljósið því með þeirra aðstoð væri ég ekki þar sem ég er í dag. Ég greindist með brjóstakrabbamein snemma árs 2019 og nýtti mér Ljósið til að byggja mig upp á meðan og eftir að meðferð lauk og langar því að gefa til baka til Ljóssins með því að hlaupa til góðs og bara af því ég get það!
Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka upphæð að eigin vali. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.