Neistinn er styrktarfélag hjartveikra barna og styður fjölskyldur þeirra félagslega, efnahagslega og tilfinningalega. Virkilega þarft starf sem væri mér heiður að fá að styrkja.
Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka upphæð að eigin vali. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.