Jens Harðarson #1311

Vegalengd 10km

Ég ætla að hlaupa 10KM fyrir Kraft! Systir mín greindist með brjóstakrabbamein í fyrra og við tóku rannsóknir, lyfjameðferð, aðgerð og síðan bataferli. Systir mín hefur kynnst fólki í gegnum Kraft sem hefur hjálpað henni mikið, stelpur sem hafa gengið í gegnum svipaða eða sömu hluti og hún sjálf. Fyrir mig sem bróðir hennar er ótrúlega gott að vita af því að hún geti sótt þennan stuðning, öðruvísi stuðning en ég sem bróðir hennar get veitt henni því ég hef ekki sömu reynslu eða skilning á hvað hún er að ganga í gegnum. Ég er mjög þakklátur fyrir alla starfsemi Krafts og þess vegna hleyp ég af Krafti!

Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka upphæð að eigin vali. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.

STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Nýir styrkir
Fyrir 2 mánuðum síðan

 • Annabella

  3.000kr.

  Frábært hjá þér.
 • SMS áheit

  2.000kr.

  Áheit barst í gegnum SMS
 • Didda

  5.000kr.

  Áfram kæri Jens og knús til ykkar Tinnu.
 • Bubbi

  5.000kr.

  Standa sig
 • SMS áheit

  2.000kr.

  Áheit barst í gegnum SMS
 • Diddí

  10.000kr.

  Áfram Jens - fyrir Tinnu
Fyrri 
Síða 1 af 2
Næsta 

Samtals áheit:10

Skilaboð til keppanda
Fyrir 4 mánuðum síðan

Takk fyrir að hjálpa okkur að hjálpa öðrum

Sæll Jens, Við hjá Krafti viljum þakka þér fyrir að hlaupa fyrir okkur í Reykjavíkurmaraþoninu 2020. Okkur langar að benda þér á hlaupahópinn okkar Hlauptu af Krafti 2020 en þar munum við setja inn allar helstu upplýsingar sem tengjast hlaupinu. Þeir sem hlaupa fyrir okkur fá fallega hlaupaboli merkta Krafti, ásamt smá glaðningi frá félaginu og hægt verður að nálgast þá í Laugardalshöllinni á Skráningarhátíðinni 20. og 21. ágúst. Hlökkum til að sjá þig Kraftsliðið

03 jún. 2020
Kraftur, stuðningsfélag