Helga Guðrún Lárusdóttir #1183

Vegalengd 10km

Ég hleyp fyrir styrktarfélagið Gleym mér ei. Þetta félag er mér hugleikið vegna þess að ég átti lítinn frænda sem fékk ekki að lifa. ,,því miður, það er enginn hjartsláttur” Sagði ljosmoðirin. Þessi orð voru eins og rýtingur í hjartað. En ég varð að vera sterk, þetta var ekki mitt barn, ég þurfti að vera til staðar fyrir mömmu hans sem missti svo miklu meira en ég. Framtíðina sem hann átti fyrir sér. Allt. Ég hugsa til hans þegar ég sé litla drenginn minn. Ég hugsa til hans þegar ég þakka fyrir að eiga tvö heilbrigð börn. Ég hugsa til hans þegar ég heyri lagið Litli stúfur með Borgardætrum. Ég hugsa til hans þegar ég hugsa um sónarskoðanir. Ég hugsa til hans þegar ég knúsa litlu systur hans. Ég hugsa til hans á hverjum degi. Elsku litli Orri minn, ég vona að þú fylgist með okkur mömmu þinni hlaupa fyrir þig og alla litlu englana sem prýða himingeiminn. Hvíldu í friði dasamlegi litli frændi minn. Litlir fætur marka sannarlega djúp spor.

Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka upphæð að eigin vali. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.

Safnar styrkjum fyrir Gleym-mér-ei Styrktarfélag
Samtals safnað 2.000kr.
STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Nýir styrkir
Fyrir 6 mánuðum síðan

  • Júlía Katrín

    2.000kr.

    Þið getið þetta!

Samtals áheit:1

Skilaboð til keppanda
Fyrir 4 mánuðum síðan

Takk

Við erum ykkur mjög þakklát. Maraþonið er lang-mikilvægasta fjáröflunin í okkar starfi og styrkurinn sem kemur til okkar fer í Minningarkassaverkefnið. Á facebook erum við með lokaðan hóp fyrir okkar hlaupara: https://www.facebook.com/groups/1333175693439673/ Bestu kveðjur Anna Lísa

15 jún. 2020
Gleym mér ei