Kolbrún Björnsdóttir #1173

Vegalengd 10km

LÍF hefur borist beiðni frá kvennadeild LSH um aðstoð við kaup á tæki til legspeglanna. Legspeglun er gerð til að skoða inn í legið, greina mögulega sjúkdóma þar eins og æxli, vöðvahnúta, samvexti, sepa og meðfædda galla. Að auki er legspeglun stundum notuð til að geina orsakir ófrjósemi og óreglulegra blæðinga. Eins og staðan er núna eru þessar aðgerðir gerðar í svæfingu. Það er hins vegar hægt með sérstökum legspeglunartækjum að gera þessar aðgerðir án svæfingar og því með minna inngripi fyrir konur. Að auki styttir það biðtíma eftir þjónustunni og dregur úr kostnaði. Takmarkið er að kaupa amk þrjú tæki þar sem hvert tæki þarf að fara í þvott á milli sjúklinga. Kostnaðurinn við þau kaup eru um fimm milljónir króna. Tæki sem þetta myndi breyta miklu fyrir kvennadeildina og bæta til muna þá þjónustu sem nú er í boði.

Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka upphæð að eigin vali. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.

Safnar styrkjum fyrir LÍF styrktarfélag
Markmið 100.000kr.
58%
Samtals safnað 58.000kr.
STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Nýir styrkir
Fyrir 3 mánuðum síðan

 • HLAUPÁR.IS

  1.000kr.

  Gleðilegt hlaupár... gangi þér vel!
 • Starfsfólk Takk

  5.000kr.

  Áfram Kolbrún!
 • Lára

  5.000kr.

  Frábært og gefandi að fylgjast með kraftinum í félaginu - Gangi ykkur vel
 • SMS áheit

  1.000kr.

  Áheit barst í gegnum SMS
 • Dóra

  5.000kr.

  Sönn hamingja er fólgin í því að gefa. Þú ert alveg einstök og gefur svo ótrúlega mikið af þér Kolla.
 • BJH.

  10.000kr.

  Áheit með greiðslukorti
Fyrri 
Síða 1 af 3
Næsta 

Samtals áheit:15

Skilaboð til keppanda