Karl Jóhann Unnarsson #1137

Vegalengd 21km

Ég kynntist starfsemi Gleym mér ei í águst 2019 þegar frumburður okkar hjóna fæddist andvana eftir 20 vikna meðgöngu. Á þessum verstu tímum er Gleym mér ei félag sem grípur mann og veitir manni stuðning og heldur áfram að gera það við úrvinnslu sorgarinnar sem þessu öllu fylgir. Bæklingurinn "Þegar gleði breytist í sorg" hjálpaði okkur mikið og þegar dóttir okkar fæddist fengum við í hendurnar minningarkassa frá félaginu sem við tókum með heim. Kassinn hvatti okkur til þess að skapa minningar um hana og kertastjakinn sem fylgdi er á góðum stað og ávalt kveikt á honum dóttur okkar til minningar. Þá hefur reynst okkur mjög vel að hitta aðra foreldra í sömu stöðu í gegnum starf félagsins. Ég hleyp fyrir Gleym mér ei til að styrkja þeirra frábæra starf og stefni á að safna fyrir 10 minningarkössum, samtals 150þúsund krónur.

Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka upphæð að eigin vali. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.

Safnar styrkjum fyrir Gleym-mér-ei Styrktarfélag
Markmiði náð150.000kr.
107%
Samtals safnað 160.000kr.
STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Nýir styrkir
Fyrir 2 mánuðum síðan

 • SMS áheit

  1.000kr.

  Áheit barst í gegnum SMS
 • Jóhanna Bryndís

  2.000kr.

  Vel gert - gangi þér vel!
 • Regína

  2.000kr.

  Svo vel gert að klára hlaupið elsku vinur! Við erum mjög ánægð með þig hér á Víðimelnum
 • Tengdó

  5.000kr.

  Flottastur
 • Pabbi

  11.000kr.

  Flott hja þér.
 • SMS áheit

  5.000kr.

  Áheit barst í gegnum SMS
Fyrri 
Síða 1 af 6
Næsta 

Samtals áheit:36

Skilaboð til keppanda