Camilla Lilly Sigmundsdóttir #1100

Vegalengd 10km

Ég hleyp fyrir styrktarfélagið Gleym-mér-ei, í minningu tvíburabræðranna Ágústs Þórs og Gunnars Þórs sem elsku vinir mínir misstu árið 2018. Veit ég að minningarkassarnir frá félaginu reyndust þeim dýrmætir. Gleym-mér-ei er styrktarfélag með þann tilgang að halda utan um styrktarsjóð sem notaður er til að styrkja ýmis málefni í tengslum við missi barns á meðgöngu og í/eftir fæðingu. Einnig sér Gleym-mér-ei styrktarfélag um að skipuleggja minningarathöfn sem haldin er ár hvert og er tileinkuð missi á meðgöngu og barnsmissi. Gleym mér ei gefur einnig foreldrum sem missa börn á meðgöngu minningarkassa til þess að taka með sér heim. Reykjavíkurmaraþonið er stærsta fjáröflun styrktarfélagsins og eru minningarkassarnir sem félagið gefur að kosta félagið tæplega 4.000.000 á ári. Litlir fætur marka djúp spor.

Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka upphæð að eigin vali. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.

Safnar styrkjum fyrir Gleym-mér-ei Styrktarfélag
Samtals safnað 9.000kr.
STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Nýir styrkir
Fyrir 2 mánuðum síðan

 • Sigurbjörg og Jón

  5.000kr.

  Áheit með greiðslukorti
 • Nafnlaus

  1.000kr.

  Nafnlaust áheit barst
 • Guðrun Jakobína

  3.000kr.

  Áfram þú , þú massar þetta

Samtals áheit:3

Skilaboð til keppanda