Páll Ásgrímur Jónsson #1011

Vegalengd 10km

Ástæðan: Ég glímdi við neikvæðar og mjög svo ljótar hugsanir gagnvart sjálfum mér sem stóðu yfir í langan tíma þótt það kæmu vissulega góðar stundir inná milli. Hef ég þurft að leita hjálpar frá sérfræðingum oftar en einu sinni vegna vanlíðan og þunglyndis. Ég er óendanlega þakklátur fyrir að fá mikla og góða hjálp frá fullt af góðu fólki við að fá jákvæðari sjálfsmynd og betri líðan gagnvart sjálfum mér. Ef mér líður ekki vel gagnvart sjálfum mér þá er erfitt að sýna öðrum góðu hliðarnar. Reyni allar mögulegar leiðir til að finna gleði, hamingju og að vera þakklátur fyrir allskonar. Ef mér tekst að hjálpa fólki í kringum mig til að líða vel og/eða jafnvel betur þá er markmiðinu mínu náð. Ég hef tekið þátt í RVK-maraþoninu sex sinnum áður (2013-15 og 2017-19) og lít á það sem frábært tækifæri til þess að styrkja góð málefni.

Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka upphæð að eigin vali. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.

Samtals safnað 251.067kr.
STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Nýir styrkir
Fyrir 2 mánuðum síðan

 • Ásdís og Co

  3.000kr.

  Þú ert Meistari og getur allt sem þú ætlar þér vinur :)
 • Rannveig

  5.000kr.

  Þú er snillingur Palli, frábær fyrirmynd fyrir okkur öll og góður vinur! Okkur Peter og JK þykir virkilega vænt um þig!
 • Kata

  3.000kr.

  Elsku Palli, er svo stolt af þér, gangi þér rosa vel
 • Gudni

  2.000kr.

  Páló hrikalega vel gert
 • Biggi

  1.500kr.

  Varst flottur í dag Páló og tik hamingju með að negla markmiðið með söfnunni!
 • SMS áheit

  2.000kr.

  Áheit barst í gegnum SMS
Fyrri 
Síða 1 af 15
Næsta 

Samtals áheit:88

Skilaboð til keppanda
Fyrir 3 mánuðum síðan

King Páló

Lang bestur

13 júl. 2020
Bjarki Þórarins

100%

Þú massar þetta 100% Bestu kveðjur kæri vinur

11 júl. 2020
Hafliði & Heiða