Ólavía er 5 ára snillingur og gleðigjafi sem greindist með illkynja heilaæxli þann 3.júní 2019 sem var fjarlægt með góðum árangri stuttu seinna. Ólavía þarf samt að gangast undir erfiða lyfja- og geislameðferð sem mun standa yfir í rúmt ár.
Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka upphæð að eigin vali. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.