Ég hleyp fyrir Líf styrktarfélag. Það hefur styrkt Kvennadeild Landspítalans með því að bæta aðbúnað og þjónustu við konur og fjölskyldur þeirra á síðastliðnum árum með myndarskap. Framundan eru kaup á vöggum fyrir nýfædd börn, en núverandi vöggur eru komnar vel til ára sinna.
Ég vil leggja mitt af mörkum til að það takist að safna fyrir 25 vöggum.
Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka upphæð að eigin vali. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.