Guðfinna H Þorvaldsdóttir #6426

Vegalengd 10km

Ég hleyp fyrir Krabbameinsfélag Íslands sem vinnur stöðugt að því að bæta aðstæður þeirra sem lenda í því langhlaupi að greinast með krabbamein. Ég þekki ótal marga sem hafa komist í mark í því hlaupi og marga sem eru í því miðju núna, þar á meðal mömmu sem hreyfir sig um leið og aukaverkanir meðferðar láta undan. Hreyfing dregur úr áhættu á að fá krabbamein, hún hjálpar gegn aukaverkunum meðferðar og hressir bætir og kætir. Í ár eru 15 ár síðan ég hljóp í fyrsta skipti í Reykjavíkurmaraþoni. Vonandi á ég allavega eftir að gera það í 15 ár til viðbótar. Stundum þurfum við hjálp til þess að komast í mark - eins og myndin sýnir. Í ár verð ég ekki með neinn á öxlunum en hleyp af því að ég get það!

Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka upphæð að eigin vali. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.

Safnar styrkjum fyrir Krabbameinsfélag Íslands (KÍ)
Samtals safnað 24.000kr.
STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Nýir styrkir
Fyrir 3 mánuðum síðan

 • Guðný - fyrsti hlaupafélaginn!

  5.000kr.

  Áfram naglinn minn!! Þú getur sko klárlega hlaupið - sama hver áskorunin er! Ávallt #teamHalla
 • Lilla Skula

  2.000kr.

  Áfram Halla
 • Anna Lilja

  3.000kr.

  Koma svo Halla! Á samt eftir að sakna þín í hvatningu á seinni hluta hálfs maraþons
 • Erna Guðmundsdóttir

  5.000kr.

  Áfram Halla
 • SMS áheit

  5.000kr.

  Áheit barst í gegnum SMS
 • SMS áheit

  1.000kr.

  Áheit barst í gegnum SMS
Fyrri 
Síða 1 af 2
Næsta 

Samtals áheit:7

Skilaboð til keppanda