Ég hef fengið krabbamein og var svo heppin að ná fullum bata en móðir mín og allt of margir hafa látist af þess völdum. Ég vil stuðla að því að þekking á þessu sviði aukist í náinni framtíð.
Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka upphæð að eigin vali. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.