Pálmi Freyr Sigurgeirsson #6054

Vegalengd 10km

Ég mun hlaupa til styrktar DM félaginu í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2019. DM sjúkdómurinn (Myotonic Dystrophy) er arfgengur tauga- og vöðvarýrnunarsjúkdómur sem hefur áhrif á marga hluta líkamans. Þetta er sjaldgæfur fjölskyldusjúkdómur og fáir vita um tilvist hans og þar sem hann stendur okkur nærri, vil ég leggja mitt af mörkum til að vekja athygli á honum með því safna styrkjum fyrir DM félagið. Helstu markmið þess eru m.a. að stuðla að aukinni þekkingu fagfólks sem og að koma af stað vettvangi þar sem bæði aðstandendur og sjúklingar geta kynnt sér úrræði og leitað sér aðstoðar. Á heimasíðu félagsins www.myotoniciceland er nýbúið að setja inn greinargóðar upplýsingar um sjúkdóminn á íslensku. Heitið endilega á mig og leggið þessu góða málefni lið. Með vinsemd og virðingu, Pálmi Freyr Sigurgeirsson

Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka upphæð að eigin vali. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.

Safnar styrkjum fyrir DM félag Íslands
Samtals safnað 24.000kr.
STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Nýir styrkir
Fyrir 2 mánuðum síðan

 • S

  2.000kr.

  O-Zone Dragostea Din Teï á playlistann takk
 • SMS áheit

  1.000kr.

  Áheit barst í gegnum SMS
 • SMS áheit

  2.000kr.

  Áheit barst í gegnum SMS
 • Hjalti Kristjáns

  1.000kr.

  Vel gert, þú verður nú undan bróður þínum það er skilda :-)
 • Drífa og strákarnir

  3.000kr.

  Áfram pabbi
 • Malla og Nonni

  3.000kr.

  Áheit með greiðslukorti
Fyrri 
Síða 1 af 2
Næsta 

Samtals áheit:12

Skilaboð til keppanda