María Ósk Sigurðardóttir #5934

Vegalengd 21km

Þetta málefni stendur mér afar nærri því fyrir nokkrum árum var ég á dimmum og óhugnarlegum stað í lífinu. Ég man hversu óþægilega oft ég hugsaði að heimurinn yrði mun skárri án mín og fleiri vondar hugsanir sem ég ætla ekki nánar út í. Sem betur fer leitaði ég mér hjálpar og er á góðum stað í lífinu í dag. Að leyta sér hjálpar er ekki merki um veikleika, heldur er það merki um styrkleika og hugrekki. með samtökum eins og Píeta þá eykst fræðsla og aðstoð til fólks sem þarf að leita sér hjálpar. Með aukinni fræðslu og forvörnum er hægt að ná til fólks áður en það verður of seint. Það er sorglegt og erfitt að hugsa til þess að nánast öll þekkjum við einhvern sem hefur tekið sitt eigið líf eða reynt það. Mig langar að leggja mitt af mörkum til reyna að koma í veg fyrir það. Það á enginn að þurfa að burðast einn með sársauka. Það er hægt að finna leið úr myrkrinu yfir í ljósið!

Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka upphæð að eigin vali. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.

Markmiði náð21.000kr.
143%
Samtals safnað 30.000kr.
STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Nýir styrkir
Fyrir 3 mánuðum síðan

 • Nafnlaus

  1.000kr.

  Þú getur þetta!!
 • Hera Birgisdóttir

  2.000kr.

  Áfram þú! Þú stendur þig ótrúlega vel!
 • Karen

  1.000kr.

  Go girl!
 • Sigurður Andri

  1.000kr.

  Hlaupi þér vel frænka!
 • Dóra

  2.000kr.

  Gangi þér vel veit þú ferð létt með þetta
 • Jónína Pálmarsdóttir

  2.000kr.

  Knús elsku María mín.. þú ert ótrúlega dugleg og við svo heppin að hafa þig.. þú massar þetta hlaup
Fyrri 
Síða 1 af 4
Næsta 

Samtals áheit:20

Skilaboð til keppanda