Björn Helgi Snorrason #5549

Vegalengd 10km

Á vordögum gaf Minningarsjóður Jennýjar Lilju Björgunarsveitinni Kyndli mjög myndarlega gjöf. Gjöfin innihélt þrjár grjónadýnur sem koma sér mjög vel þegar flytja þarf slasað fólk. Minningarsjóður Jennýjar Lilju ákvað að styrkja Kyndil í framhaldi af viðtali við mig í Morgunblaðinu, daginn eftir ömurlegt slys á Núpsvatnabrúnni þann 27. desember síðastliðinn. Þar létust þrír og fjórir slösuðust. Eftir alllanga umhugsun hef ég nú látið verða af því að skrá mig í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka og ætla að hlaupa/ganga/skríða 10 kílómetra til styrktar Minningarsjóði Jennýjar Lilju. Enhvern veginn hefur það farið þannig að ég hef ekki æft mig eins og ég hefði viljað fyrir þetta en nóg til þess að ég er nokkurn veginn handviss um að komast þetta. Ég mun alls ekki verða fyrstur í mark en vonast til að það verði á skammlausum tíma. Að lokum ætla ég að vona að einhver ykkar sjáið ykkur fært að heita á mig einhverjum krónum. Munum að margt smátt gerir eitt stórt :)

Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka upphæð að eigin vali. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.

Safnar styrkjum fyrir Minningarsjóður Jennýjar Lilju
Samtals safnað 77.000kr.
STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Nýir styrkir
Fyrir 2 mánuðum síðan

 • Snorri og Ragga

  10.000kr.

  Áheit með greiðslukorti
 • Jói og Helga

  3.000kr.

  Flott framtak
 • Birna

  2.000kr.

  Áheit með greiðslukorti
 • Nafnlaus

  3.000kr.

  Flott hjá þér Bjössi, fallegt framtak hjá þér. Gangi þèr vel
 • SMS áheit

  5.000kr.

  Áheit barst í gegnum SMS
 • SMS áheit

  1.000kr.

  Áheit barst í gegnum SMS
Fyrri 
Síða 1 af 3
Næsta 

Samtals áheit:17

Skilaboð til keppanda