Hrund Hauksdóttir #5541

Vegalengd Skemmtiskokk

Samtökin 78 hafa reynst okkur einstaklega vel undanfarið ár. Sú dýrmæta þekking sem fólkið sem þar starfar býr yfir hefur hjálpað okkur mikið í samskiptum og uppeldi á honum yndislega Ásgeiri okkar. Að eiga barn með ódæmigerða kyntjáningu er dásamlegt og gefandi. En stundum er það sárt og flókið. Ásgeir er fyrirmynd mín í lífinu. Sterkari og sjálfsöruggari einstakling er erfitt að finna. Hann fittar ekki inn alls staðar en hann heldur áfram veginn glaður alla daga. Hann efast aldrei um sjálfan sig. Stundum veldur fólk honum vonbrigðum, en við vitum að það fólk hefur ekki fengið alla þá fræðslu sem við höfum fengið. Þess vegna eru samtök eins og Samtökin 78 svo mikilvæg. Okkur langar að launa þeim alla aðstoðina og leggja okkar af mörkum til að styrkja það dýrmæta starf sem þarna fer fram svo fræðslan nái til allra. Styrkjum Samtökin 78.

Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka upphæð að eigin vali. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.

Safnar styrkjum fyrir Samtökin 78
Markmiði náð50.000kr.
132%
Samtals safnað 66.000kr.
STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Nýir styrkir
Fyrir 2 mánuðum síðan

 • BDO

  10.000kr.

  Við erum stolt af ykkur.
 • Margrét V

  3.000kr.

  Frábæru þið
 • Arna

  2.000kr.

  Elsku þið gangi ykkur rosalega vel
 • Guðbjartur

  5.000kr.

  Áfram flotta fjölskylda
 • Kristján

  10.000kr.

  Áheit með greiðslukorti
 • Katrín & Stefán Páll

  3.000kr.

  Vel gert flotta fjölskylda
Fyrri 
Síða 1 af 2
Næsta 

Samtals áheit:12

Skilaboð til keppanda