Þórhildur Þorleiksdóttir #5479

Vegalengd 21km

Kraftur eru mikilvæg samtök fyrir ungt fólk sem greinist með krabbamein og aðstandendur þeirra. Kraftur kom inn í líf mitt þegar ég var 12 ára þegar bróðir minn greinist með krabbamein. Hann sigraði krabbameinið og er stálhraustur í dag. Samtökin voru ekki aðeins mikilvæg fyrir hann heldur líka fyrir mig sem aðstandanda. Sérstaklega þar sem ég vissi lítið um sjúkdóminn ásamt því að hafa lítinn skilning á hvað hann hefði í för með sér fyrir bróður minn og fjölskyldu mína. Ég hef verið fylgjandi samtakanna síðan og einnig styrkt þau á þessum frábæra hlaupaviðburði. Nú ætla ég að hlaupa lengsta hlaupið mitt hingað til og hleyp fyrir Kraft af krafti! Lífið er núna.

Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka upphæð að eigin vali. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.

Styrkja með SMS

Sendu skilaboðin 5479 í símanúmerin til að styrkja

1.000 kr.1.000 kr
2.000 kr.2.000 kr
5.000 kr.5.000 kr

901 1000

901 2000

901 5000

Markmið 30.000kr.
63%
Samtals safnað 19.000kr.
STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Nýir styrkir
Fyrir 20 klukkustundum síðan

 • Helga Drofn Melsteð

  5.000kr.

  SNILLINGUR ERTU VEL GERT
 • Alma

  2.000kr.

  Áfram Þórhildur
 • Mamma

  10.000kr.

  Áfram Þórhildur !
 • Hulda

  1.000kr.

 • Nafnlaus

  1.000kr.

  Nafnlaust áheit barst
Fyrri 
Síða 1 af 1
Næsta 

Samtals áheit:5

Skilaboð til keppanda
Fyrir 4 dögum síðan

Takk fyrir að hjálpa okkur að hjálpa öðrum

við hjá Krafti viljum þakka þér fyrir að hlaupa fyrir okkur í Reykjavíkurmaraþoninu 2019. Okkur langar að benda þér á hlaupahópinn okkar Hlauptu af Krafti 2019 https://www.facebook.com/groups/663775743819642/ en þar munum við setja inn allar helstu upplýsingar sem tengjast hlaupinu. Þeir sem hlaupa fyrir okkur fá fallega hlaupaboli merkta Krafti og hægt verður að nálgast þá í Laugardalshöllinni á Skráningarhátíðinni 22. og 23. ágúst. Hlökkum til að sjá þig Kraftsliðið

15 ágú. 2019
Kraftur, stuðningsfélag