Ég er meðlimur í Einstökum Börnum og hef verið allt mitt líf. Það er kannski ekki augljóst en ég er með litningar"galla" (litningarkostur ef þú spyrð mig) á ellefta litningarpari sem gerir það að verkum að ég er með greiningum sem heitir Beckwith-Wiedemann Syndrome.
Á hverju ári fjölgar meðlimum í Einstökum Börnum alveg gífurlega þannig að ég vona að í gegnum mig geti aðrir í samtökunum notið þeirra aðstoðar sem þau þurfa.
Endilega heitið á mig! Ef við förum yfir 211.000 í ár þá hleyp ég hálfmaraþon á næsta ári og ef við förum yfir 422.000kr í ár þá hleyp ég heilt maraþon á næsta ári!
Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka upphæð að eigin vali. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.