Ég hleyp fyrir pabba minn sem greindist með Lewy Body heilabilunarsjúkdóminn fyrir um einu og hálfu ári síðan, en ekki hefur fundist lækning við sjúkdómnum. Ég er þakklát fyrir starf Alzheimersamtakanna, sem reynst hafa foreldrum mínum afar vel, og veitt fræðslu og stuðning.
Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka upphæð að eigin vali. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.