Arnar Ragnarsson #4835

Vegalengd 10km

Ég hleyp fyrir þennan sjóð vegna þess að ég fékk þann heiður að kynnast Hlyni í 3 ár í Fjölgreinastarfinu í Lindakirkju. Hlynur var mjög góður vinur minn og einn af þeim sem var alltaf gaman að vera í kringum. Hlynur var ótrúlega hlýr og góður drengur sem ég hugsa oft til. Þó að Hlynur hafi verið æskulýðsbarn hjá mér í starfi Lindakirkju þá kenndi hann mér líka ótrúlega margt og á vissan hátt leit ég mikið upp til hans. Hlynur hafði einstakt lag á því að nálgast aðra af virðingu, einlægum áhuga og kærleika. Þá á Fjölgreinastarf Lindakirkju líka einstakan stað í hjarta mínu og mér þykir vænt um að geta lagt því góða starfi áfram lið.

Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka upphæð að eigin vali. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.

Safnar styrkjum fyrir Minningarsjóður Hlyns Snæs
Samtals safnað 15.000kr.
STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Nýir styrkir
Fyrir 2 mánuðum síðan

 • Hatzý

  5.000kr.

  Áfram að markinu fyrir Hlyn!
 • Guðni Már Harðarson

  2.000kr.

  Askasleikir, klikkar ekki! Fallega gert í minningu öðlings
 • SMS áheit

  5.000kr.

  Áheit barst í gegnum SMS
 • PapaJoe

  1.000kr.

  Áfram að markinu Arnar.
 • Þóra Björg

  2.000kr.

  Vel gert Arnar!
Fyrri 
Síða 1 af 1
Næsta 

Samtals áheit:5

Skilaboð til keppanda