Þórunn Helga Ármannsdóttir #4757

Vegalengd 10km

Ég er meðlimur í Snarrótinni og við erum að byggja upp starfsemina að nýju eftir nokkra ára dvala. En til upplýsinga fyrir þá sem ekki vita þá er Snarrótin: félag um skaðaminnkun og mannréttindi, líkt og nafnið segir til um, félag fólks sem lætur sig mannréttindi og velferð fólks í vímuvanda varða. Markmið félagsins er að fólk í vímuvanda fái viðeigandi aðstoð í stað refsingar. Virkir meðlimir samanstanda af bæði fólki sem þekkir til kerfisins og hversu báglega það tekur á móti þessum veika hópi. Önnur markmið eru að verða ráðgefandi álit hjá stórnvöldum um stefnu í vímuefnamálum, og höfum nú þegar verið kölluð til, til álitsgjafar, hjá Velferðarráðuneytinu, vegna neyslurýma. Við erum því að gera góða og mikilvæga vinnu. En líkt og með önnur góðgerðafélög er allt unnið í sjálfboðavinnu, og félagið gengur fyrir styrkjum og góðvild almennings. Því þætti okkur afar vænt um ef einhverjir sæju sér fært um að styrkja okkur með áheitum.

Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka upphæð að eigin vali. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.

Safnar styrkjum fyrir Snarrótin
Markmið 50.000kr.
66%
Samtals safnað 33.000kr.
STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Nýir styrkir
Fyrir 3 mánuðum síðan

 • Benni

  5.000kr.

  Gangi þér vel
 • SMS áheit

  2.000kr.

  Áheit barst í gegnum SMS
 • Hebet

  1.000kr.

  Súpergóðaskemmtun!
 • SMS áheit

  2.000kr.

  Áheit barst í gegnum SMS
 • Pabbi

  10.000kr.

  Áheit með greiðslukorti
 • Mamma

  5.000kr.

  Áfram Þórunn
Fyrri 
Síða 1 af 2
Næsta 

Samtals áheit:9

Skilaboð til keppanda