Halldór Auðar Svansson #4585

Vegalengd 10km

Þetta er í fyrsta sinn sem ég tek þátt í Reykjavíkurmaraþoni. Það er til komið vegna þess að við sem erum í stjórn Snarrótarinnar - samtaka um skaðaminnkun og mannréttindi erum að peppa hvert annað upp í að taka þátt til að safna fyrir félagið. Snarrótin er félag sem hefur það að sínu helsta baráttumáli að færa stefnu hins opinbera gagnvart vímuefnamálum frá bannhyggju og yfir í mannúðlegri nálgun sem byggist á gagnreyndum aðferðum. Þetta gerum við með upplýsingjagjöf um þær aðferðir sem hafa virkað best erlendis og með því að gefa álit okkar á þeirri stefnumótun og ákvörðunum stjórnvalda sem snerta málaflokkinn. Við erum ekki með fast starfsfólk eða föst útgjöld yfir höfuð, mest er þetta unnið í sjálfboðavinnu, en við erum með áform um að gera hluti sem kosta peninga, svo sem að bjóða erlendum fyrirlesurum til landsins til að fjalla um viðfangsefni sem tengjast okkar baráttumálum. Þið getið kynnt ykkur félagið betur á http://snarrotin.is/

Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka upphæð að eigin vali. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.

Safnar styrkjum fyrir Snarrótin
Markmið 50.000kr.
40%
Samtals safnað 20.000kr.
STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Nýir styrkir
Fyrir 3 mánuðum síðan

 • SMS áheit

  1.000kr.

  Áheit barst í gegnum SMS
 • Oddný

  2.000kr.

  Styð þig og málstaðinn með glöðu geði!
 • Svanur Kristjánsson

  5.000kr.

  Áfram sonur sæll - Áfram Snarrótin
 • Kári

  2.000kr.

  Áfram elsku bróðir minn Halldór Auðar Svansson!
 • Nafnlaus

  1.000kr.

  Nafnlaust áheit barst
 • Nafnlaus

  1.000kr.

  Áfram gakk!
Fyrri 
Síða 1 af 2
Næsta 

Samtals áheit:11

Skilaboð til keppanda