Í sumar féllu frá tveir góðir drengir, og vinir mínir frá Ísafirði. Báðir fjölskyldufeður rétt rúmlega þrítugir, báðir úr krabbameini.
Ég hleyp fyrir Kraft, til stuðnings þeirra sem þurfa að glíma við slíkan sturlaðan veruleika, og ekki síður fyrir Kristínu og Hrafnhildi sem hafa misst maka sína og ættu að fá alla þá aðstoð sem þær geta fengið.
Það væri frábært að fá stuðning við þetta málefni frá þeim sem sjá sér fært.
Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka upphæð að eigin vali. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.