Ásta Einarsdóttir #4416

Vegalengd 10km

Ég ætla að hlaupa fyrir Ljósið og lífið sem ég er svo þakklát fyrir að fá að njóta. Ég vil hlaupa í minningu móður minnar, Gunnþórunnar Jónasdóttur, og góðra vina minna; Einars Hannessonar og Jónínu Helgu Þórólfsdóttur. Þau kvöddu öll allt of snemma og töpuðu baráttunni fyrir þessum ömurlega sjúkdómi sem krabbamein er. Ljósið er dásamlegur staður og var mitt annað heimili meðan ég stóð í mínu stóra verkefni. Það er mikill sigur fyrir mig að geta tekið þátt í hlaupi eins og þessu. Þakka ég Ljósinu fyrir að mér sé mögulegt að hlaupa í dag og auðvitað Birnu Markús þjálfara í Ljósinu og öllum dásamlegu hetjunum, #cancer warriors, í hópnum mínum. Mér er orða vant að lýsa því frábæra starfi sem fer fram í Ljósinu. Ekkert okkar vill vera án slíks heimilis þegar upp kemur lífsógnandi sjúkdómur eins og krabbamein. Kærleikur og ást til ykkar.

Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka upphæð að eigin vali. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.

Styrkja með SMS

Sendu skilaboðin 4416 í símanúmerin til að styrkja

1.000 kr.1.000 kr
2.000 kr.2.000 kr
5.000 kr.5.000 kr

901 1000

901 2000

901 5000

Samtals safnað 112.000kr.
STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Nýir styrkir
Fyrir 7 klukkustundum síðan

 • Elín Traustadóttir

  3.000kr.

  Dáist af þér frænka
 • Elín Traustadóttir

  3.000kr.

  Dáist af þér frænka.
 • SMS áheit

  2.000kr.

  Áheit barst í gegnum SMS
 • Róbert og Selma

  3.000kr.

  Áheit með greiðslukorti
 • Ása Lára

  2.000kr.

  Gangi þér rosalega vel <3
 • SMS áheit

  2.000kr.

  Áheit barst í gegnum SMS
Fyrri 
Síða 1 af 7
Næsta 

Samtals áheit:39

Skilaboð til keppanda