Steinn Ingi Þorsteinsson #4339

Vegalengd 10km

Ég hef sl. ár setið í stjórn CLF á Íslandi. Helsta markmið félagsins er að styðja við menntun bágstaddra stúlkna í Úganda, og hefur gert það síðustu 15 árin í samstarfi við Candle Light Foundation þarlendis. CLF rekur verkmenntaskóla fyrir stúlkur sem hafa hrökklast úr námi, vegna ýmissa ástæðna líkt og foreldramissis, fátæktar eða skorts á tækifærum. Í skólanum er boðið upp á hárgreiðslu, fatasaum, matreiðslu og tölvukennslu, sem eykur möguleika stúlknanna á atvinnu eða frekara námi og þannig til að standa á eigin fótum. Í ár hóf CLF einnig kennslu á efra grunnskólastigi og fara öll áheiti í ár í það verkefni að stækka við skólann til þess að taka við fleiri nemendum og mæta þörfum nærsamfélagsins. Félagið hefur frá stofnun stutt yfir 2000 stúlkum til náms.

Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka upphæð að eigin vali. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.

Safnar styrkjum fyrir CLF á Íslandi
Samtals safnað 31.000kr.
STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Nýir styrkir
Fyrir 3 mánuðum síðan

 • Bjössi

  1.000kr.

  Vel gert Steinn Ingi!
 • Gestur

  5.000kr.

  Áheit með greiðslukorti
 • SMS áheit

  5.000kr.

  Áheit barst í gegnum SMS
 • SMS áheit

  1.000kr.

  Áheit barst í gegnum SMS
 • SMS áheit

  2.000kr.

  Áheit barst í gegnum SMS
 • pabbi

  5.000kr.

  Áheit með greiðslukorti
Fyrri 
Síða 1 af 2
Næsta 

Samtals áheit:10

Skilaboð til keppanda