Ég hleyp og safna áheitum fyrir Píeta samtökin sem vinna mikilvægt starf í forvörnum gegn sjálfsskaða og sjálfsvígum. Ég þekki of marga sem hafa trúað mér fyrir því að hafa glímt við sjálfseyðandi hugsanir og get ekki hugsað þá hugsun til enda ef þeir hefðu ekki fundið sína leið upp. Ég þekki af eigin raun slíkar hugsanir en hef með góðri aðstoð lært að takast á við lægstu dali sálarlífsins. Ég hleyp einnig fyrir þá of mörgu einstaklinga sem upplifðu slíkar hugsanir en sáu á endanum enga leið.
Styrkjum sjálfsvígsforvarnir - það er alltaf leið!
Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka upphæð að eigin vali. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.