Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka upphæð að eigin vali. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.
Takk fyrir að velja Krabbameinsfélagið í Reykjavíkurmaraþoninu :) Það er ekki oft sem við höfum möguleika á að hitta styrktaraðila í eigin persónu og þakka stuðninginn, en það ætlum við að gera á Fit & Run skráningarhátíðinni í Laugardalshöll 22. og 23. ágúst. Þá væri gaman að sjá þig og afhenda þér ennisband eða fyrirliðaband með slagorðunum okkar „Ég hleyp af því ég get það.“ Myndakassi verður á staðnum. Við hlökkum til að sjá þig :)