Hildur Grímsdóttir #4257

Vegalengd 10km

Ég ætla að hlaupa til styrktar Gleym-mér-ei styrktarfélagi í nafni Hergeirs Þórs sonar okkar sem fæddist andvana í maí 2019. Að missa barnið sitt er eitthvað sem enginn getur búið sig undir og það sem félagið gaf okkur var ómetanlegt. Minningarkassinn og kælivaggan gerðu okkur kleift að safna minningum með litla hjartagullinu okkar og því verð ég ævinlega þakklát fyrir. Mig langar að leggja mitt af mörkum fyrir félagið, það er mér mikið hjartansmál.

Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka upphæð að eigin vali. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.

Safnar styrkjum fyrir Gleym-mér-ei Styrktarfélag
Samtals safnað 326.000kr.
STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Nýir styrkir
Fyrir 3 mánuðum síðan

 • SMS áheit

  2.000kr.

  Áheit barst í gegnum SMS
 • SMS áheit

  2.000kr.

  Áheit barst í gegnum SMS
 • SMS áheit

  5.000kr.

  Áheit barst í gegnum SMS
 • SMS áheit

  2.000kr.

  Áheit barst í gegnum SMS
 • SMS áheit

  5.000kr.

  Áheit barst í gegnum SMS
 • Jói og Alma

  5.000kr.

  Gangi þér vel elsku Hildur.
Fyrri 
Síða 1 af 15
Næsta 

Samtals áheit:90

Skilaboð til keppanda
Fyrir 3 mánuðum síðan

Áfram Hildur

Gangi þér vel. Kær kveðja.

23 ágú. 2019
Ási og Jóna

Áfram Hildur

Gangi þér vel elsku frænka í þessu verkefni sem og öllum öðrum verkefnum - fallegt og gott málefni til að styrkja - geri það með gleði í hjarta 😘💙

22 ágú. 2019
Rut

Áfram Hildur

Áfram þú elsku Hildur mín. Þú ert gjörsamlega óstöðvandi sama hvað það er.. Hergeir Þór hefði svo sannarlega ekki getað valið sér betri mömmu :* ég er stolt af þér, veit að þú klárar þetta á annari!

21 ágú. 2019
Tinna Soffía

Takk

Þakka þér og þínum nánustu innilega fyrir stuðninginn. Maraþonið er eina fjáröflunin fyrir okkar félag, hver 20.000 kr er einn minningarkassi, og við gefum um það bil 150 á ári. Við erum með hóp á facebook fyrir hlaupara: https://www.facebook.com/groups/1351614298185725/ Bestu kveðjur Anna Lisa

19 ágú. 2019
Gleym mér ei

Áfram duglega Hildur mín

Í minningu Hergeirs Þórs. Litli ömmu engillinn minn, sem átt þinn stað að eilífu í ömmuhjarta.

16 ágú. 2019
Mamma

Gangi þér vel

Gangi þér vel í þessu flotta verkefni.

18 júl. 2019
Erla Björk

Áfram þú!!

Þú ert svo mikil fyrirmynd, elsku vinkona! Þó að lífið slái þig niður þá stendur þú aftur upp - og hleypur fkn 10 km!! Ekkert fær þig stöðvað! Ég er svo sjúklega stolt af þér! Áfram þú! ❤️

17 júl. 2019
Jóhanna S. Hannesdóttir

þÚ ERT HETJA

Þú ert einstök elsku Hildur, gangi þér vel í þessu verkefni og ég veit að þú munt rúlla því upp eins og öðru sem þú tekur þér fyrir hendur.

17 júl. 2019
Ásdís