Ég hleyp fyrir Maren vinkonu mína #teamMaren#hlaupastyrkur
Maren Finnsdóttir vinkona okkar greindist síðastliðið sumar, aðeins 49 ára gömul, með krabbamein í ristli sem dreifst hafði bæði í lifur og lungu. Samhliða erfiðum lyfjameðferðum hefur hún farið í stóra kviðarholsaðgerð þar sem leggja þurfti stóma en ekki tókst að fjarlægja æxlið úr meltingarveginum.
Maren tekst á við sjúkdóminn og meðferðina af aðdáunarverðum krafti og æðruleysi. Þegar maður berst fyrir lífi sínu er erfitt að hafa fjárhagsáhyggjur og þá gildir að eiga góða að, hvort sem það er nánasta fjölskylda og vinir, fólk sem maður hefur tengst á leið sinni í gegnum lífið eða bara einhverjir sem vilja láta gott af sér leiða.
Við vinkonurnar viljum gera allt sem í okkar valdi stendur til að létta undir með Maren. Við hvetjum því alla sem það geta að hlaupa til góðs fyrir Maren eða styðja þá sem hlaupa fyrir Maren ????
Áfram Maren!
Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka upphæð að eigin vali. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.