Ég hleyp til styrktar fyrir Gleym-mér-ei Styrktarfélag. Þegar Aðalsteinn Ingi sonur okkar fæddist andvana árið 2009 þá var ekki mikill stuðningur eða fræðsla í boði fyrir aðstandendur. Með stofnun Gleym mér ei og annara svipaðra félaga á landsbyggðinni hefur skilningur á aðstæðum fjölskyldna sem verða fyrir slíkum missi gjörbreyst. Hjá þessu félögum er unnið mikið hugsjónarstarf og vil ég leggja mitt af mörkum til að það starf haldi áfram og sé til staðar fyrir þá sem verða fyrir missi á meðgöngu og í/eftir fæðingu.
Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka upphæð að eigin vali. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.