Sóley Tómasdóttir #4007

Vegalengd 10km

Mig langar til að ná að safna fyrir fallegu verkefni sem SKB er að taka upp að hollenskri fyrirmynd. Verkefnið gengur út á að um leið og börn hafa greinst með krabbamein og meðferð hefst fá þau band sem þau safna litlum táknum á fyrir hvert og eitt inngrip sem þau þurfa að undirgangast, allt frá blóðprufum til stærri aðgerða. Táknin mynda fallega keðju sem segir sögu meðferðarinnar frá upphafi til enda. Keðjan hefur reynst börnum og fjölskyldum þeirra mikilvægt tæki til að skrásetja sögu meðferðarinnar, rifja upp, ræða og vinna úr öllu því sem þau fara í gegnum. Nánar má lesa um verkefnið hér: https://kanjerketting.nl/

Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka upphæð að eigin vali. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.

Markmið 200.000kr.
95%
Samtals safnað 189.000kr.
STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Nýir styrkir
Fyrir 2 mánuðum síðan

 • Olga

  3.000kr.

  Með góðum óskum
 • SMS áheit

  5.000kr.

  Áheit barst í gegnum SMS
 • Sigga Pé

  3.000kr.

  Flott framtak!!
 • HRV

  3.000kr.

  Áfram teamtomas
 • Oddur Sigurjónsson

  2.000kr.

  Áheit með greiðslukorti
 • Einar Ómarsson

  3.000kr.

Fyrri 
Síða 1 af 8
Næsta 

Samtals áheit:46

Skilaboð til keppanda
Fyrir 2 mánuðum síðan

Takk!

Kæra Sóley. Takk fyrir að láta áheit á þig í Reykjavíkurmaraþoni renna til Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna. Við minnum á facebook-hópinn Ég hleyp fyrir SKB í Reykjavíkurmaraþoni og hvatningarstöð félagsins í Ánanaustum á laugardagsmorgun (https://www.facebook.com/events/2470398639908895/). Við biðjum þig líka að kíkja í SKB-básinn á sýningunni FIt & run í Laugardalshöll þar sem við afhendum öllum sem hlaupa fyrir félagið mittistösku í þakklætisskyni. Bestu kveðjur og gangi þér vel!

21 ágú. 2019
SKB