Þetta árið er ég nokkuð róleg og skokka 10 km. Málefnið er hins vegar mjög gott en að þessu sinni skokka ég fyrir Ólavíu 5 ára vinkonu mína. Ólavía greindist með heilaæxli þann 3. júní 2019 sem var svo fjarlægt með skurðaðgerð tveimur dögum síðar. Því miður kom í ljós að æxlið var illkynja stjarnfrumuæxli af gráðu 4. Af þeim sökum þarf Ólavía því að gangast undir erfiða lyfja- og geislameðferð sem mun taka rúmt ár. Hún byrjar á því að fara í 6 vikna lyfja- og geislameðmerð þar sem hún þarf að fara í geisla alla virka daga á þessu tímabili og eftir að því lýkur tekur við ein lyfjagjöf á mánuði í rúmt ár.
Mér þætti vænt um ef þið væruð til í að styrkja Ólavíu í þessu verkefni. Margt smátt gerir eitt stórt.
Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka upphæð að eigin vali. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.