Ég er að hlaupa fyrir dóttir mína sem er í Einstökum börnum. Hún er með Goltz syndrome og er eina á Íslandi með þetta heilkenni. Ástæðan sem ég ætla að taka þátt í skemmtiskokkinu er sú að ég og vinkona mín ætlum ekki hlaupa venjulega heldur munum við vera í Einhyrningabúningum og munu aðrir leggja dýnur og hindranir fyrir okkur á leiðinni. Erum við með því að sýna að Einstök börn fara aldrei í gegnum lífið hindrunarlaust. Viljum við með okkar þáttöku vekja athygli á því.
Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka upphæð að eigin vali. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.