Ég ætla að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu fyrir pabba minn og litla frænda minn. Ætla að henda mér í 10 kílómetrana og allur ágóði rennur rakleitt til Krabbameinsfélags Íslands. Pabbi greindist með krabbamein fyrir rétt rúmum 2 árum og hefur barist hetjulega síðan þá og lætur ekkert stoppa sig. Orð fá því ekki lýst hversu stolt ég og allir eru af honum.
Litli frændi minn greindist nýlega með krabbamein, en hefur brosað í gegnum allt og er ekkert nema jákvæðnin uppmáluð. Þetta er fyrir þá og alla sem greinst hafa með krabbamein á lífsleiðinni.
Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka upphæð að eigin vali. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.