Hrafnhildur Guðjónsdóttir #3615

Vegalengd 10km

Jæja nú er komið að því að hlaupa fyrir óendanlega mikilvægu málefni og hlaupa 10 km svona yfir höfuð... Ég hleyp til styrktar henni Jónu Elísabetu Ottesen sem lenti í alvarlegu bílslysi 1. júní sl. Þessi stelpuskotta bjó einu sinni á Siglufirði og ég passaði hana þegar hún var þar búsett með fjölskyldu sinni og hef fylgst með henni úr fjarlægð síðan þá. Þegar lífið feykir okkur um koll er svo mikilvægt að það sé sterkt stuðningsnet sem grípur mann. Þetta er liður í því að minnka möskvastærðina í netinu hennar Jónu. Elsku vinir og vandamenn ég treysti á ykkur og ég lofa að drattast þessa vegalengd þó ég þurfi að skríða í mark!

Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka upphæð að eigin vali. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.

Safnar styrkjum fyrir Styrktarfélagið Ylur
Markmiði náð100.000kr.
130%
Samtals safnað 130.000kr.
STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Nýir styrkir
Fyrir 3 mánuðum síðan

 • Kolbrún Inga Gunnarsdóttir

  5.000kr.

  Áheit með greiðslukorti
 • Halli Bedda krúttmús

  1.000kr.

  Búin að æfa mig núna stanslaust í 300 daga , er orðin aumur á milli lærana og með inngróna tánögl , var ráðlagt af Jóa Fel að baka frekar handa þér brauð og lakka á mér neglurnar frekar en að spretta!
 • Lína sys

  10.000kr.

  Þú hleypur fyrir mig er með hælsæri
 • Silla systir

  5.000kr.

  Koma svo hlakka til að hlaupa með þér
 • Herdís Sæm

  2.000kr.

  Áfram Hrafnhildur!
 • SMS áheit

  1.000kr.

  Áheit barst í gegnum SMS
Fyrri 
Síða 1 af 4
Næsta 

Samtals áheit:21

Skilaboð til keppanda
Fyrir 3 mánuðum síðan

Koma svo

Búin að heita á þig. Þú rúllar þessu upp eins og öllu öðru.😘

19 ágú. 2019
E4

Fyrir Jónu ♡

Takk elsku Hrafnhildur fyrir ad hlaupa fyrir Jónu. Er buin ad heita a þig og eins gott ad þu hlaupir fallega, með varalit og reitandi ad þér brandara alla leiðina. Luv Magga Gauja

26 júl. 2019
Magga Gauja