Sumarið 2017 var ég mjög nálægt því að taka mitt eigið líf. Ég leitaði mér aðstoðar, m.a. með því að leita til geðlæknis, sækja ófáa tíma til sálfræðings og með því að dvelja á geðdeild.
Ári síðar skrifaði ég pistil um veikindi mín á facebook (Slóð: https://www.facebook.com/photo.php?fbid=10204613033881906&set=a.4157800479428&type=3&theater)
í þeim tilgangi að hjálpa öðrum.
Nú ári síðar opnaði ég mig enn meir. Ég fór ég viðtal og stuttu síðar birtist grein um bataferli veikindanna í Morgunblaðinu.
Í fyrra safnaði ég rétt rúmlega 64 þúsund krónum fyrir Píeta samtökin og stefnan er sett á að gera enn betur í ár. Því yrði ég afar þakklátur ef þú myndir heita á mig því þessi samtök skipta mig, og aðra, gífurlega miklu máli.
Hver króna skiptir máli.
- Arnar Ingi
Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka upphæð að eigin vali. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.