Langar að hlaupa í minningu Ingveldar sem lést fyrr á árinu langt fyrir aldurfram úr krabbameini.
Einnig í minningu móður minnar sem lést 1984 en þá var ég níu ára gamall, einnig í minningu allra systra móður minnar og ömmu minnar, en allar kvöddu þær þessa jarðvist langt fyrir aldur fram. Minningin um góðar konur lifa.
Vinkona mín hún Bjargey greindis með meinið á þessu ári og vil ég einnig tileinka hlaupið henni og safna fyrir Ljósið, sem er ljósið í myrkrinu.
Hvet ykkur eindregið að heita á mig, öll áheit eru hvatning til mín um að reyna að hlunkast þessa km...:) Koma svo....
Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka upphæð að eigin vali. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.