Arna Guðjónsdóttir #3499

Vegalengd 10km

Ég greindist með krabbamein í nefholi þegar ég var 14 ára, þann 20. júlí 2017, daginn eftir að systir mín varð 9 ára. Eftir greininguna fór ég í skurð til að setja upp lyfjabrunn, vikuna eftir það tóku við lyfjameðferðir í 9 vikur og svo geislar frá fyrstu vikunni í október og að 22. nóvember. Ég varð svo veik á tímabili að ég gat ekki talað, né opnað munninn, það var í kring um 15 ára afmælið mitt, ég notaði símann minn til að tjá mig og stakk engu upp í mig. Ég horfði mikið á Foodnetwork og allan þann tíma sem ég gat ekki borðað langaði mig bara í rækjur, mér hefur aldrei fundist þær góðar en "Pioneer woman" lét þær líta rosa vel út ;) Ég missti af ca. 3 mánuðum úr 10.bekk í Garðaskóla. Sem betur fer átti ég marga góða vini og frábæra fjölskyldu svo að ég fór ekki í gegn um þetta ein. Markmiðið mitt er að ná að hlaupa 10km í Reykjavíkur maraþoninu, en nú í dag get ég ekki hlaupið út á strætóstoppistöð án þess að detta niður úr þreytu (bara aðeins ýkt;)) Takk fyrir að styrkja mig<3

Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka upphæð að eigin vali. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.

Samtals safnað 913.000kr.
STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Nýir styrkir
Fyrir 27 dögum síðan

 • Rebekka Líf Ingadóttir

  5.000kr.

  MY QUEEN!!!!
 • Áki og Hilma

  5.000kr.

  Áheit með greiðslukorti
 • SMS áheit

  5.000kr.

  Áheit barst í gegnum SMS
 • Nafnlaus

  25.000kr.

  Nafnlaust áheit barst
 • Nafnlaus

  1.000kr.

  Nafnlaust áheit barst
 • Bjarni og Fanney

  5.000kr.

  Áheit með greiðslukorti
Fyrri 
Síða 1 af 30
Næsta 

Samtals áheit:179

Skilaboð til keppanda
Fyrir 30 dögum síðan

Áfram Arna!

Þú átt svo eftir að snýta þessu hlaupi, elsku bezta Arna stjarna. Komaso! 💪

23 ágú. 2019
Sísi E & Grjóni

Takk!

Kæra Arna. Takk fyrir að láta áheit á þig í Reykjavíkurmaraþoni renna til Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna. Við minnum á facebook-hópinn Ég hleyp fyrir SKB í Reykjavíkurmaraþoni og hvatningarstöð félagsins í Ánanaustum á laugardagsmorgun (https://www.facebook.com/events/2470398639908895/). Við biðjum þig líka að kíkja í SKB-básinn á sýningunni FIt & run í Laugardalshöll þar sem við afhendum öllum sem hlaupa fyrir félagið mittistösku í þakklætisskyni. Bestu kveðjur og gangi þér vel!

21 ágú. 2019
SKB