Arna Guðjónsdóttir #3499

Vegalengd 10km

Ég greindist með krabbamein í nefholi þegar ég var 14 ára, þann 20. júlí 2017, daginn eftir að systir mín varð 9 ára. Eftir greininguna fór ég í skurð til að setja upp lyfjabrunn, vikuna eftir það tóku við lyfjameðferðir í 9 vikur og svo geislar frá fyrstu vikunni í október og að 22. nóvember. Ég varð svo veik á tímabili að ég gat ekki talað, né opnað munninn, það var í kring um 15 ára afmælið mitt, ég notaði símann minn til að tjá mig og stakk engu upp í mig. Ég horfði mikið á Foodnetwork og allan þann tíma sem ég gat ekki borðað langaði mig bara í rækjur, mér hefur aldrei fundist þær góðar en "Pioneer woman" lét þær líta rosa vel út ;) Ég missti af ca. 3 mánuðum úr 10.bekk í Garðaskóla. Sem betur fer átti ég marga góða vini og frábæra fjölskyldu svo að ég fór ekki í gegn um þetta ein. Markmiðið mitt er að ná að hlaupa 10km í Reykjavíkur maraþoninu, en nú í dag get ég ekki hlaupið út á strætóstoppistöð án þess að detta niður úr þreytu (bara aðeins ýkt;)) Takk fyrir að styrkja mig<3

Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka upphæð að eigin vali. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.

Styrkja með SMS

Sendu skilaboðin 3499 í símanúmerin til að styrkja

1.000 kr.1.000 kr
2.000 kr.2.000 kr
5.000 kr.5.000 kr

901 1000

901 2000

901 5000

Samtals safnað 181.000kr.
STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Nýir styrkir
Fyrir 1 degi síðan

 • Karl Þorvaldur Jónsson

  5.000kr.

  Baráttukveðjur frá Böddu og Kalla
 • Droplaug

  5.000kr.

  Gangi þér vel!<3
 • Nafnlaus

  3.000kr.

  Nafnlaust áheit barst
 • Bjarney Helga

  3.000kr.

  Flottust besta Arna Mæti með klappstýrudúskana að hvetja þig
 • Björgvin Ingi

  5.000kr.

  Tek undir fyrri skilaboð. Alveg galið ef pabbi þinn hleypur ekki með þér :)
 • Jónas Hagan

  10.000kr.

Fyrri 
Síða 1 af 6
Næsta 

Samtals áheit:34

Skilaboð til keppanda