Berglind Elíasdóttir #3467

Vegalengd 10km

Ég er móðir hjartahetju. Elma Eir er 2 ára lukkulaufið mitt sem varð fyrir mikilli lukku þegar heimilislæknir hennar heyrir hjartaóhljóð í desember sl. Já það var lukka að það fattaðist því hennar hjartagalla er mjög erfitt að heyra og uppgötvast oft ekki fyrir en seinna á ævinni þegar upp koma vandamál. Hjartalæknirinn hennar líkti gallanum hennar við fjögrra blaða smára, sagði að hann væri ekki arfgengur en birtist hér og þar um allan heim líkt og fjögrra blaða smári og enginn veit nákvæmlega afhverju. Þessi líking er falleg og tókum við hana með okkur í gegnum allt ferlið sem lukkutákn. Elma Eir fór í opna hjartaaðgerð í Lundi í Svíþjóð í mars sl. þar sem opi á milli gátta var lokað og lungnabláæðar leiddar á rétta staði. Lukkan var með okkur og gekk aðgerðin vel og batinn sömuleiðis. Í dag er Elma Eir öflugri sem aldrei fyrr og ætti þetta ekki að hafa frekari áhrif á líf hennar. Þvílík hjartans lukka! Ég hleyp fyrir Neistann, styrktarfélag hjartveikra barna.

Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka upphæð að eigin vali. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.

Markmiði náð50.000kr.
144%
Samtals safnað 72.000kr.
STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Nýir styrkir
Fyrir 2 mánuðum síðan

 • Ingunn Hinriksdóttir

  3.000kr.

  Gangi þér vel.
 • Sverrir

  5.000kr.

  Áheit með greiðslukorti
 • SMS áheit

  1.000kr.

  Áheit barst í gegnum SMS
 • Nafnlaus

  3.000kr.

  Nafnlaust áheit barst
 • Jón

  5.000kr.

  Áheit með greiðslukorti
 • SMS áheit

  5.000kr.

  Áheit barst í gegnum SMS
Fyrri 
Síða 1 af 3
Næsta 

Samtals áheit:15

Skilaboð til keppanda
Fyrir 2 mánuðum síðan

þrautseiga

gangi ykkur vel og njótið augnablykanna.

22 ágú. 2019
Guðmundur F Haraldsson